Beton ástandsskoðun
Við sérhæfum okkur í ástandsskoðunum fasteigna og veitum faglega og hlutlausa ráðgjöf fyrir bæði kaupendur og seljendur. Markmið okkar er að tryggja að þú hafir skýra mynd af ástandi eignarinnar.
Með áralanga reynslu úr byggingageiranum leggjum við áherslu á vönduð vinnubrögð, nákvæma skýrslugerð og góða þjónustu. Með faglegu og skilvirku verklagi gerir það okkur kleift að greina helstu áhættuþætti, meta viðhald og benda á mögulegar úrbætur ef svo ber undir.
Við trúum því að traust og gagnsæi skipti öllu máli. Þess vegna leggjum við okkur fram við að útskýra niðurstöður á mannamáli, svo þú getir tekið upplýsta ákvörðun og byggt hana á góðum grunni.
Bragi Michaelsson
Bragi Michaelsson er með áralanga reynslu úr byggingageiranum bæði á Íslandi og í Danmörku. Störf hans hafa meðal annars falist í verkefnastjórnun byggingaverkefna, byggingaeftirliti, þakviðgerðum og smíðum.
Menntun
MCF í Fjármálum fyrirtækja - Háskólinn í Reykjavík
Nám til löggildingar Fasteigna - og skipasala - Endurmenntun Háskóla Íslands
BSc. í Byggingafræði - KEA - Copenhagen School of Design and Technology
Húsasmíðameistari - Iðnskólinn í Hafnarfirði
BSc. í Viðskiptafræði - Háskóli Íslands
Námskeið
Húsaskoðun og matstækni - Endurmenntun HÍ
Frágangur votrýma I - Iðan fræðslusetur
Raki og mygla í húsum - Iðan fræðslusetur
Rakamælingar í byggingum - Iðan fræðslusetur
Ábyrgð byggingastjóra - Iðan fræðslusetur
Svansvottaðar byggingar - Iðan fræðslusetur